mán 30. júní 2025 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Juventus í viðræðum við Osimhen
Mynd: EPA
Victor Osimhen, leikmaður Napoli, er eftirsóttur en Juventus er í viðræðum við leikmanninn.

Viðræður milli Juventus og umboðsmanns Osimhen eru hafnar en félagið bíður eftir svari. Um leið og félagið fær jákvætt svar munu viðræður við Napoli taka við.

Osimhen var á láni hjá Galatasaray á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 37 mörk í 41 leik.

Juventus hefur einnig áhuga á Jonathan David en samningur hans við Lille er að renna út.

Al-Hilal hefur verið í viðræðum við leikmanninn þá er hann á óskalista Man Utd.
Athugasemdir
banner