Samningaviðræður milli Inter Miami og Lionel Messi um nýjan samning eru hafnar en hann á aðeins sex mánuði eftir af núgildandi samningi.
Sky Sports greinir frá því að báðir aðilar séu mjög bjartsýnir á að hann verði áfram. Umboðsmenn Messi hafa staðfest fregnirnar við Sky Sports
Það er mikil ánægja hjá félaginu með árangur liðsins á HM félagsliða þara sem liðið tapaði í 16-liða úrslitum gegn PSG og það sé stór partur af því að viðræðurnar gangi vel.
Messi gekk til liðs við Inter Miami árið 2023 en hann hefur skorað 50 mörk í 63 leikjum.
Athugasemdir