Undanfarnir mánuðir hafa verið gríðarlega erfiðir fyrir Inter. Liðið tapaði gegn Napoli í baráttunni um ítalska titiliinn og tapaði illa gegn PSG í úrslitum Meistaradeildarinnar.
Liðið er úr leik í 16-liða úrslitum á HM eftir tap gegn brasilíska liðinu Fluminense í kvöld.
Lautaro Martinez, fyrirliði Inter, var að vonum vonsvikinn eftir leikinn.
Liðið er úr leik í 16-liða úrslitum á HM eftir tap gegn brasilíska liðinu Fluminense í kvöld.
Lautaro Martinez, fyrirliði Inter, var að vonum vonsvikinn eftir leikinn.
„Það var heitt og völlurinn var þurr fyrir bæði lið. Samt sem áður komum við inn í leikinn andlega þreyttir og það vantaði leikmenn. Ég bið stuðningsmenn og alla þá seem mættu hingað afsökunar. Nú er tími til að hvíla okkur og byrja næsta tíimabil eins vel og hægt er," sagði Lautaro Martinez.
Lautaro var með skýr skilaboð til leikmanna liðsins.
„Ég vil berjast um stærstu titlana hjá Inter. Til leikmanna sem vilja vera áfram segi ég: Gott, berjumst. En til leikmanna sem vilja ekki vera áfram, farið þið. Við þurfum leikmenn sem vilja vera hérna. Við þurfum almennilegt hugarfar," sagði Martinez.
Athugasemdir