Manchester City 3 - 4 Al Hilal Riyadh
1-0 Bernardo Silva ('9 )
1-1 Marcos Leonardo ('46 )
1-2 Malcom ('52 )
2-2 Erling Haaland ('55 )
2-3 Kalidou Koulibaly ('94 )
3-3 Phil Foden ('104 )
3-4 Marcos Leonardo ('112 )
1-0 Bernardo Silva ('9 )
1-1 Marcos Leonardo ('46 )
1-2 Malcom ('52 )
2-2 Erling Haaland ('55 )
2-3 Kalidou Koulibaly ('94 )
3-3 Phil Foden ('104 )
3-4 Marcos Leonardo ('112 )
Manchester City er úr leik á HM félagsliða eftir tap í framlengingu gegn sádi arabíska liðinu Al-Hilal í 16-liða úrslitum.
Bernardo Silva náði forystunni fyrir City snemma leiks. Leikmenn Al-HIlal komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og Marcos Leonardo jafnaði metin strax í upphafi eftir darraðadans inn á teignum.
Al-Hilal komst síðan yfir stuttu síðar eftir skyndisókn. Erling Haaland jafnaði metin fyrir City og kom liðinu í framlengingu.
Þar kom Kalidou Koulibaly Al-Hilal yfir en Phil Foden jafnaði metin. Það var síðan Marcos Leonardo sem tryggði Al-Hilal sigurinn. Sádi arabíska liðið mætir Fluminense, sem sló Inter úr leik, í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir