Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   mán 30. júní 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
Pálmi stendur í rammanum í Sterkasta liði umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.
Pálmi stendur í rammanum í Sterkasta liði umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Lárus Orri er þjálfari umferðarinnar.
Lárus Orri er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eiður Gauti er í liðinu.
Eiður Gauti er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri Sigurðsson er þjálfari umferðarinnar en botnlið ÍA vann 2-0 útisigur gegn Vestra í fyrsta leik hans með stjórnartaumana. Gísli Laxdal Unnarsson skoraði annað mark Skagamanna í leiknum og var valinn maður leiksins.



Pálmi Rafn Arinbjörnsson varði mark toppliðs Víkings og átti mikilvægar vörslur í lok 2-1 sigurleiks gegn Aftureldingu. Nikolaj Hansen skoraði bæði mörk Víkings og Oliver Ekroth var öflugur í vörninni.

Ekroth er valinn í fjórða sinn í liðið og það sama gildir um Sigurjón Rúnarsson, varnarmann Fram, sem var maður leiksins í 2-0 sigri gegn ÍBV.

KR vann 3-2 sigur gegn FH á AVIS-vellinum þar sem Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvívegis og er næstmarkahæstur í Bestu deildinni. Hjalti Sigurðsson er einnig í liði umferðarinnar.

Kristófer Ingi Kristinsson skoraði þrennu í 4-1 útisigri Breiðabliks gegn Stjörnunni og Viktor Karl Einarsson er einnig í liði umferðarinnar.

Valur vann 5-2 sigur gegn KA á Akureyri þar sem Adam Ægir Pálsson skoraði og var maður leiksins. Lúkas Logi Heimisson átti stoðsendingu og var gríðarlega flottur.

Fyrri lið umferðarinnar:
   24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum

   17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum

   03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn

Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 19 11 4 4 47 - 28 +19 37
2.    Víkingur R. 19 10 5 4 34 - 24 +10 35
3.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
4.    Stjarnan 19 9 4 6 36 - 31 +5 31
5.    Vestri 19 8 2 9 20 - 19 +1 26
6.    FH 19 7 4 8 36 - 31 +5 25
7.    Fram 19 7 4 8 28 - 26 +2 25
8.    ÍBV 19 7 3 9 20 - 26 -6 24
9.    KR 19 6 5 8 40 - 41 -1 23
10.    KA 19 6 5 8 21 - 35 -14 23
11.    Afturelding 19 5 6 8 24 - 30 -6 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner