Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 30. júní 2025 21:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HM félagsliða: Fluminense sló Inter úr leik
Mynd: EPA
Inter 0 - 2 Fluminense
0-1 German Cano ('3 )
0-2 Hercules ('90 )

Inter Milan hefur átt gríðarlega svekkjandi tímabil en liðið var í harðri titilbaráttu á Ítalíu en tapaði þeirri baráttu að lokum fyrir Napoli. Inter komst þá í úrslit Meistaradeildarinnar en PSG rúllaði yfir ítalska liðið og vann 5-0.

Nú er Inter úr leik á HM félagsliða eftir tap gegn brasilíska liðinu Fluminense í 16-liða úrslitum.

Fluminense komst yfir snemma leiks þegar German Cano skoraði af stuttu færi. Inter var í miklu brasi sóknarlega og náði ekki að ógna marki Fluminense almennilega.

Það var síðan Hercules sem innsiglaði sigur brasilíska liðsins þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fluminense mætir sigurvegaranum í leik Man City og Al-Hilal í 8-liða úrslitum en City og Al-Hilal mætast klukkan eiitt í nótt.
Athugasemdir