Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   mán 30. júní 2025 11:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svaraði sínum fyrrum lærisveini - „Smá 'banter' sem gerir deildina skemmtilegri"
Lengjudeildin
Árni Guðna.
Árni Guðna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergvin Fannar.
Bergvin Fannar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudaginn tekur Fylkir á móti ÍR í mjög svo áhugaverðum leik í Lengjudeildinni. Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, var tiltölulega nýbúinn að framlengja samningi sínum við ÍR síðasta haust þegar hann var ráðinn þjálfari Fylkis og var lítil ánægja með það hjá stuðningsmönnum ÍR. ÍR er á toppi deildarinnar en Fylkir hafði verið í miklu brasi fram að sigrinum gegn Völsungi á laugardag.

Bergvin Fannar Helgason, leikmaður ÍR, var spurður út í komandi leik í viðtali á föstudag.

„Djöfull hlakka ég til að mæta Árna Guðna maður, ha!? Ég hef sjaldan verið jafn spenntur að vonandi pakka honum saman," sagði Bergvin Fannar.

Árni var svo í viðtali tæpum sólarhring síðar og var spurður út í þessi ummæli.

„Það leggst mjög vel í mig að mæta ÍR. Núna er bara fókus á þann leik, ég þekki þá náttúrulega mjög vel, bæði þjálfarana og leikmennina, margir sem voru þarna í fyrra. Þeir eru á þvílíku skriði, þvílík stemning. Þetta verður hörku leikur."

„Bara allt í góðu, smá 'banter' og gerir deildina skemmtilegri. Mér þykir mjög vænt um hann Begga og frábært að hann sé farinn að skora mörk. Ég vona að hann skori í öllum leikjum nema á móti okkur,"
sagði þjálfarinn.

Emil Ásmundsson, leikmaður Fylkis, var spurður út í komandi leik. „Mér líst mjög vel á þann leik, þeir eru með flott lið, góðan þjálfara og góðan hóp. Ég get ekki beðið eftir því að takast á við þá 4th of July (Independence Day í Bandaríkjunum) í Lautinni. Vonandi næ ég góðri endurheimt og næ að skila aðeins fleiri mínútum og á aðeins meira tempói en í dag," sagði Emil.
Bergvin í gír eftir þrennu: Djöfull hlakka ég til að pakka Árna Guðna saman
Árni eftir langþráðan sigur: Ber ábyrgð á börnunum og sjúkraþjálfurum
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir