Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungverskur verðlaunadómari flautar Ísland af stað
Icelandair
EM KVK 2025
Katalin Kulcsár.
Katalin Kulcsár.
Mynd: EPA
Hin ungverska Katalin Kulcsár mun dæma fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu 2025. Hún verður með flautuna þegar Ísland og Finnland eigast við í Thun í Sviss á morgun.

Kulcsár er afar reyndur dómari og hefur dæmt í meira en 20 ár. Hún dæmdi á HM 2015 og 2019 ásamt því að dæma á EM 2013 og 2017. Hún hefur líka dæmt í efstu deild karla í Ungverjalandi.

Árið 2016 dæmdi hún úrslitaleik Meistaradeildar kvenna og árið 2017 var hún valin besti dómarinn í kvennaboltanum.

Það er því vonandi að leikur Íslands og Finnlands sé í góðum höndum.

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner