Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 30. júní 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: ÍA vann í fjörugum botnslag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
ÍA 4 - 3 Fylkir
1-0 Elizabeth Bueckers ('17 )
2-0 Erna Björt Elíasdóttir ('29 )
2-1 Kolfinna Baldursdóttir ('44 )
3-1 Elizabeth Bueckers ('53 )
4-1 Elizabeth Bueckers ('57 )
4-2 Hildur Anna Brynjarsdóttir ('62 )
4-3 Marija Radojicic ('78 )

Það var botnslagur í Lengjudeild kvenna í kvöld þegar ÍA og Fylkir mættust. Liðin voru bæði með sex stig í áttunda og níunda sæti fyrir leikinn.

Elizabeth Bueckers var frábær í liði ÍA en hún skoraði þrennu. Hún kom liðinu í 4-1 eftir tæplega klukkutíma leik.

Hildur Anna Brynjarsdóttir minnkaði muninn stuttu síðar og Marija Radojicic minnkaði muninn enn frekar en nær komust Fylkiskonur ekki og gríðarlega sterkur sigur ÍA staðreynd.

ÍA er nú í 7. sæti með 9 stig en Fylkir í 9. sæti með sex stig. ÍA á leik til góða.

ÍA Klil Keshwar (m), Madison Brooke Schwartzenberger, Elizabeth Bueckers, Anna Þóra Hannesdóttir, Erla Karitas Jóhannesdóttir, Erna Björt Elíasdóttir (86'), Ísabel Jasmín Almarsdóttir, Sigrún Eva Sigurðardóttir (68'), Selma Dögg Þorsteinsdóttir (86'), Róberta Lilja Ísólfsdóttir (55'), Vala María Sturludóttir
Varamenn Jaclyn Ashley Poucel, Lilja Björg Ólafsdóttir (86'), Dagbjört Líf Guðmundsdóttir (68'), Arndís Lilja Eggertsdóttir (86'), Birgitta Lilja Sigurðardóttir, Lára Ósk Albertsdóttir (55'), Salka Hrafns Elvarsdóttir (m)

Fylkir Bergljót Júlíana Kristinsdóttir (m), Signý Lára Bjarnadóttir, Laufey Björnsdóttir, Emma Björt Arnarsdóttir, Eva Stefánsdóttir (59'), Kolfinna Baldursdóttir, Birna Kristín Eiríksdóttir (74'), Hildur Anna Brynjarsdóttir (90'), Sara Rún Antonsdóttir, Guðrún Þóra Geirsdóttir (59'), Bergdís Fanney Einarsdóttir
Varamenn Tinna Harðardóttir (90), Marija Radojicic (59), Ásdís Þóra Böðvarsdóttir, Harpa Karen Antonsdóttir (74), Embla Katrín Oddsteinsdóttir, Katrín Ásta Eyþórsdóttir (59), Rebekka Rut Harðardóttir (m)
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 9 7 1 1 36 - 6 +30 22
2.    HK 9 6 1 2 21 - 14 +7 19
3.    Grindavík/Njarðvík 9 5 2 2 16 - 10 +6 17
4.    Grótta 8 5 0 3 23 - 14 +9 15
5.    KR 8 4 1 3 19 - 21 -2 13
6.    Keflavík 8 3 3 2 12 - 9 +3 12
7.    ÍA 9 2 3 4 12 - 17 -5 9
8.    Haukar 8 2 1 5 9 - 20 -11 7
9.    Fylkir 10 2 0 8 14 - 28 -14 6
10.    Afturelding 8 1 0 7 3 - 26 -23 3
Athugasemdir