Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   þri 01. júlí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Freyr Sigurðsson
Freyr Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég elska að spila fótbolta, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt," sagði Freyr Sigurðsson, leikmaður Fram, en þessi tvítugi miðjumaður skoraði sigurmark liðsins gegn Aftureldingu í 8-liða úrslitum á dögunum. Þá skoraði hann í sigri á ÍBV í deildinni um helgina.

Fram hefur ekki tapað í síðustu fjórum leikjum í deild og bikar en auk þess að vera komið í undanúrslit bikarsins situr liðið í 5. sæti deildarinnar aðeins stigi á eftir Stjörnunni sem situr í 4. sæti.

„Það er góður mórall í liðinu og erum mjög ánægðir og ætlum bara að halda áfram," sagði Freyr.

Freyr er á miðjunni ásamt Simon Tibbling og Fred Saraiva. Hvernig er að spila með þeim?

„Það er ótrúlegt. Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka. Það gefur manni mikið traust og þeir hjálpa mér og peppa mig áfram, það er frábært að spila með þeim," sagði Freyr.

Tibbling gekk til liðs við félagið síðasta vetur en hann hefur átt frábæran feril í Evrópu og þá var hann í U21 landsliði Svía sem vann EM árið 2015 og á einn A-landsleik að baki.

„Hann er kannski ekkert að öskra menn áfram (á æfingum) en hann tekur mann í spjall og segir til. Hann er frábær í fótbolta og mér eiginlega brá þegar ég sá hann hvað hann er góður," sagði Freyr.
Athugasemdir
banner
banner
banner