Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Sér um að leikgreina fyrstu þrjá andstæðingana
Icelandair
EM KVK 2025
Davíð Snorri er aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.
Davíð Snorri er aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands, mun sjá um að leikgreina alla andstæðinga kvennalandsliðsins í riðlakeppninni á EM í Sviss.

Hann var til dæmis viðstaddur það þegar Finnland tapaði naumlega gegn Hollandi í vináttulandsleik fyrir mót. Ísland spilar við Finnland í fyrsta leik sínum á EM á morgun.

Næstu andstæðingar eru svo Sviss og Noregur.

Þórður Þórðarson er svo að skoða B-riðillinn en Ísland fær andstæðing þaðan ef við komumst upp A-riðlinum. Í B-riðlinum eru Spánn, Belgía, Portúgal og Ítalía.

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner