Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 01:57
Elvar Geir Magnússon
Selfoss hefur boðað til fréttamannafundar
Lengjudeildin
Jón Daði Böðvarsson og Halldór Björnsson, sem var í þjálfarateymi landsliðsins.
Jón Daði Böðvarsson og Halldór Björnsson, sem var í þjálfarateymi landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hefur boðað til fréttamannafundar í dag, þriðjudag. Líklega er verið að kynna heimkomu Jóns Daða Böðvarssonar sem hefur verið sterklega orðaður við félagið.

„Knattspyrnudeild Selfoss boðar til blaðamannafundar á veitingastaðnum MAR Seafood í Miðbænum á Selfossi á morgun kl 13.00," segir í tilkynningu frá Selfyssingum sem send var út seint á mánudagskvöld.

Selfoss er nýliði í Lengjudeildinni og er sem stendur í ellefta sæti, fallsæti, eftir tíu umferðir.

Jón Daði tilkynnti nýlega að hann væri að flytja aftur til Íslands eftir langan feril í atvinnumennsku. Hann er frá Selfossi og var Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, spurður á dögunum hvort það væri í myndinni að fá Jón Daða til félagsins.

„Við erum í þannig stöðu núna að við berjumst fyrir tilverurétt okkar í deildinni og því að spila betri fótbolta og við berjumst fyrir því að hann komi hingað. Það er aldrei að vita hvað gerist," sagði Bjarni.

Jón Daði er 33 ára framherji og gekk í raðir Burton Albion í janúarglugganum. Hann skoraði fimm mörk í þrettán leikjum og hjálpaði liðinu að halda sér í ensku C-deildinni. Félagið tilkynnti að tímabilinu loknu að hann myndi yfirgefa það og halda heim til Íslands,

Jón Daði lék um stuttan tíma með Wrexham á liðnu tímabili en hann er fyrrum leikmaður Bolton, Millwall, Reading, Wolves, Kaiserslautern og Viking í Noregi.

Hann er uppalinn Selfyssingur og lék með uppeldisfélaginu í efstu deild 2012. Hann hefur leikið 64 landsleiki og skorað fjögur mörk. Hann lék síðast fyrir landsliðið í mars 2022.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 10 6 4 0 18 - 5 +13 22
2.    Njarðvík 10 5 5 0 24 - 10 +14 20
3.    HK 10 5 3 2 19 - 11 +8 18
4.    Þór 10 5 2 3 25 - 17 +8 17
5.    Þróttur R. 10 4 3 3 18 - 17 +1 15
6.    Völsungur 10 4 1 5 16 - 23 -7 13
7.    Keflavík 9 3 3 3 16 - 12 +4 12
8.    Grindavík 9 3 2 4 23 - 25 -2 11
9.    Fylkir 10 2 4 4 14 - 15 -1 10
10.    Leiknir R. 10 2 3 5 12 - 24 -12 9
11.    Selfoss 10 2 1 7 8 - 21 -13 7
12.    Fjölnir 10 1 3 6 11 - 24 -13 6
Athugasemdir
banner