Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 30. júní 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skoraði sitt fyrsta mark í gær og framlengir í dag
Mynd: ÍA
Ísak Máni Guðjónsson hefur skrifað undir nýjan samning við ÍA sem gildir út tímabilið 2028.

Ísak er miðjumaður og er fæddur árið 2005. Hann gekk til liðs við ÍA frá Víkingi Ólafsvík árið 2023. Hann kom við sögu í tveimur leikjum í Bestu deildinni síðasta sumar en hefur spilað níu leiki í sumar.

Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í gær þegar hann kom liðinu yfir í 2-0 sigri gegn Vestra í fyrsta leik liðsins undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar. Þá spilaði hann báða bikarleiki liðsins í sumar.

Hann hefur mikla reynslu úr meistaraflokksfótbolta en hann spilaði sinn fyrsta leik fyriri Víking Ó. árið 2021 og spilaði alls 43 leiki og skoraði fimm mörk.

„Knattspyrnufélagið ÍA hefur fulla trú á því að Ísak eigi eftir að halda áfram að þróast sem leikmaður og verða mikilvægur hlekkur í framtíðaráformum félagsins," segir í tilkynningunni frá ÍA.


Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Athugasemdir