
Inter Milan hefur staðfest að félagið sé búið að ganga frá kaupum á íslenska landsliðsmarkverðinum Cecilíu Rán Rúnarsdóttur frá Bayern München.
Cecilía var á láni hjá Inter frá Bayern á síðustu leiktíð og var besti markvörður ítölsku deildarinnar á síðasta tímabili.
Cecilía var á láni hjá Inter frá Bayern á síðustu leiktíð og var besti markvörður ítölsku deildarinnar á síðasta tímabili.
Hún gerir samning til sumarsins 2029 við Inter.
Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, segir að kaupverðið sé 120 þúsund evrur sem myndi gera Cecilíu að næst dýrasta markverði sögunnar á eftir Phallon Tullis-Joyce sem var keypt til Manchester United árið 2023 fyrir 150 þúsund evrur.
Cecilía er núna á Evrópumótinu með Íslandi en fyrsti leikur þar er á morgun gegn Finnlandi.
Athugasemdir