Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
   sun 29. júní 2025 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Steven Caulker er genginn í raðir Stjörnunnar
Steven Caulker er genginn í raðir Stjörnunnar
Mynd: Stjarnan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Caulker er spenntur fyrir því að vinna með Jökli Elísabetarsyni
Caulker er spenntur fyrir því að vinna með Jökli Elísabetarsyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Steven Caulker gekk á dögunum í raðir Stjörnunnar á frjálsri sölu og bætist hann í hóp fjölmargra leikmanna sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni og ákveðið að koma hingað á land til að spila.

Þessi 33 ára gamli Englendingur hóf feril sinn hjá Tottenham Hotspur þar sem hann spilaði 29 leiki yfir þrjú tímabil og eins og með marga efnilega leikmenn var hann lánaður nokkrum sinnum frá félaginu áður en hann yfirgaf það árið 2013.

Þá samdi hann við Cardiff City og söðlaði síðan um næstu ár á eftir hjá félögum á borð við QPR, Southampton, Dundee, Alanyaspor og fleirum ásamt því að hafa gert óvæntan og stuttan lánssamning við Liverpool árið 2016.

Síðast spilaði hann í B-deildinni í Tyrklandi, en er nú kominn í Garðabæinn og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er samningurinn til eins og hálfs árs.

Varnarmaðurinn er hæst ánægður með að hafa loksins samið við Stjörnuna, en hann ræddi við Fótbolta.net um skiptin á dögunum.

„Takk, það er mikil ánægja að vera kominn hingað. Þetta hefur verið mjög notaleg byrjun fyrir utan leikinn í gær (fyrradag) og fengið mjög hlýlegar móttökur frá öllum hjá félaginu, leikmönnum, þjálfurum og stuðningsmönnum. Maður hefur fengið smá sól líka sem mér hefur verið sagt að sé sjaldgæft, en veðrið verið geggjað og maturinn líka. Ég hef verið að koma mér vel fyrir og núna er komið að því að einbeita mér að því sem við gerum á vellinum,“ sagði Caulker við Fótbolta.net.

Hann segist hafa komist í samband við Stjörnuna fyrir tilviljun og að hann hafi viljað koma til landsins og skoða aðstæður áður en hann tæki ákvörðun. Það er óhætt að segja að sú ferð hafi verið vel heppnuð.

„Þetta var alger tilviljun. Þjálfarinn heyrði í mér fyrir mér mánuði og vildi ræða málin. Ég var óviss hvernig þetta yrði en ég kom hingað fyrir nokkrum vikum til að fá tilfinningu fyrir þessum stað og naut þess í botn. Það kom mér á óvart hversu fagmannleg aðstaðan er hér og sérstaklega hjá Stjörnunni. Þeir eru með allt og ég er að vinna með þjálfarateymi sem er tilbúið til að hjálpa mér á minni vegferð sem heillaði mig sérstaklega. Ég hef líka trú á að við sem félag getum afrekað eitthvað. Við erum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á þriðjudag og ekki langt frá efstu liðum í deildinni og nóg af leikjum eftir þannig ég tel að við getum afrekað eitthvað sérstakt. Það er markmið mitt sem leikmaður og þjálfari að hjálpa liðinu en líka til að læra.“

Caulker verður spilandi aðstoðarþjálfari og segist spenntur fyrir því að vinna með Jökli Elísabetarsyni.

Markmið Englendingsins er að snúa aftur til Englands á næstu tíu árum og þjálfa í ensku úrvalsdeildinni.

„Algjörlega. Það verður mjög mikilvægt hlutverk fyrir mig hér að aðstoða Jölla í öllu sem hann gerir. Mér finnst hann vera frábær þjálfari og persóna, og það er alltaf bónus að vinna með góðu fólki. Langtímamarkmið mitt er tíu ára plan um að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Það er margt sem ég sé eftir sem leikmaður og gert mörg mistök utan vallar og ég þarf að lifa með þeirri eftirsjá. Sem þjálfari vil ég ekki sjá eftir neinu og gera allt sem ég get til að ná sem bestum árangri. Þannig ég er kominn hingað til þess að gera alla þessa aukalegu hluti með hvaða leikmanni sem vill gera þá hluti og svo er þetta frábær vettvangur fyrir mig til þess að læra og þróast en líka til að hjálpa liðinu. Ég er ekki bara hér til að þiggja eitthvað heldur vil ég líka gefa af mér til félagsins og stuðningsmanna, og kannski verður það titill í lok tímabils. Það yrði frábær byrjun á tíma mínum hér,“ sagði Caulker enn fremur.

Hann talar einnig um tengingu sína við Bjarka Má Ólafsson, Aron EInar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson, ásamt því að ræða tíma sinn hjá Liverpool og margt fleira í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner