Englandsmeistarar Manchester City voru að krækja í tvo táninga á dögunum, þar sem Divine Musaka er kominn úr röðum West Ham og Harrison Parker frá nágrönnunum í Manchester United.
Mukasa er U17 landsliðsmaður Englands og gerir langtímasamning við Man City. Hann leikur sem miðjumaður og var eftirsóttur af ýmsum unglingaliðum í sumar en valdi að lokum Man City.
Svipaða sögu er hægt að segja um Parker, sem er miðvörður og var gríðarlega eftirsóttur af stærstu félögum Englands í sumar.
Man Utd gerði allt í sínu valdi til að halda Parker innan sinna raða og bauð honum meðal annars hæstu laun í sögu unglingaliðsins, en hann neitaði og skipti frekar yfir til City.
Þá má geta þess að fyrr í haust krækti Man Utd í tvíburabræðurna Jack og Tyler Fletcher. Þeir eru 16 ára gamlir synir Darren Fletcher og borgaði Man Utd rúmlega eina milljón punda til að kaupa þá.
Faðir þeirra, Darren, starfar sem tæknilegur stjóri hjá United.
Athugasemdir