Destiny Udogie, bakvörður Tottenham, varð fyrir ógeðslegum kynþáttafordómum eftir sigur liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.
Udogie setti inn færslu á Instagram eftir leikinn þar sem hann fagnaði sigrinum og ákváðu margir að svara honum með rasisma.
Tottenham gaf í dag út yfirlýsingu þar sem rasisminn er fordæmdur harðlega.
„Það er ógeðslegt að Destiny Udogie sé að fá skilaboð sem eru full af rasisma," segir í yfirlýsingu Spurs.
„Við munum vinna í samstarfi við ensku úrvalsdeildina í þessu máli og stefnum við að grípa til aðgerða gegn þeim sem eiga í hlut. Við stöndum með þér, Destiny."
We are disgusted at the racist messages directed towards Destiny Udogie on social media following Saturday’s game against Liverpool.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) October 2, 2023
We will work with the Premier League and, where possible, take action against any individual we are able to identify.
We stand with you… pic.twitter.com/aJxcnelfZX
Athugasemdir