Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. nóvember 2019 10:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Ingvi um framtíðina: Skoða mín mál eftir lokaumferðina
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason er á mála hjá Malmö. Malmö á enn möguleika á titlinum en liðið þarf að treysta á sigur Norrköping gegn Djurgarden.

Sjá einnig: Arnór og Aron treysta á Gumma Tóta í lokaumferðinni

Arnór var í viðtali við Expressen spurður út í tíma sinn hjá Malmö og framtíðina en Arnór á tvö ár eftir að samningi við liðið.

„Ég er opinn fyrir því að vera áfram en við skoðum það fyrst eftir að tímabilinu er lokið. Mér líður vel hér og fjölskyldunni líka."

„Mér persónulega gengur vel. Til þess að ég fari þarf að koma gott tilboð, ég mun ekki hoppa á neitt án þess að skoða það vel."

„Á þessum tímapunkti hefur ekki verið rætt um framlengingu á samning en eftir tímabilið setjumst við niður og ræðum stöðuna,"
sagði Arnór Ingvi að lokum.

Daniel Andersson, íþróttastjóri Malmö, staðfesti í sama viðtali að Arnór Ingvi væri á meðal þeirra leikmanna sem félagið myndi helst vilja framlengja við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner