Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 02. desember 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Klopp og aðstoðarmaður hans spila Padel á milli æfinga
Pep Lijnders og Jurgen Klopp.
Pep Lijnders og Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp og aðstoðarmaður hans Pep Lijnders taka sér frí frá fótboltanum nokkrum sinnum í viku og spila Padel, sem er íþrótt sem er blanda af skvass og tennis.

Klopp og Lijnders búa nálægt hvor öðrum og ætluðu að búa til Padel völl í nágrenni við heimili sín. Á endanum ákváðu þeir hins vegar að byggja völll á æfingasvæði Liverpool. Veggir eru í kringum völlinn og boltinn má skoppa.

„Þetta er stórkostlegt. Við spilum tvisvar eða þrisvar í viku, stundum oftar," sagði Lijnders í viðtali við The Guardian.

„Þetta er fullkomin leið til að einbeita sér að einhverju öðru (en fótbolta). Þú getur ekki spilað nema með 100% einbeitingu."

Padel menningin hefur verið að stækka á Íslandi en RÚV fjallaði um íþróttina um þarsíðustu helgi (9:27).
Athugasemdir
banner
banner
banner