Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. desember 2019 18:34
Ívan Guðjón Baldursson
Rússland: Íslendingaliðin misstigu sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaliðin CSKA Moskva og Krasnodar misstigu sig í rússnesku Evrópubaráttunni þrátt fyrir að eiga bæði heimaleiki gegn liðum sem eru talin lakari.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í liði CSKA sem tapaði 0-1 fyrir Arsenal Tula. Arnór Sigurðsson fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn.

Jón Guðni Fjóluson spilaði allan tímann í liði Krasnodar sem gerði markalaust jafntefli við fallbaráttulið Tambov.

Íslendingaliðin fengu fleiri og betri færi í báðum leikjunum en nýtingin var ekki góð.

CSKA er í fjórða sæti deildarinnar, með 33 stig eftir 18 umferðir. Krasnodar er í þriðja sæti, sem gefur þátttökurétt í undankeppni Meistaradeildarinnar, með einu stigi meira en CSKA.

CSKA Moskva 0 - 1 Arsenal Tula
0-1 Daniil Lesovoy ('52)

Krasnodar 0 - 0 Tambov
Athugasemdir
banner