Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 14:15
Elvar Geir Magnússon
83% líkur á að Man Utd fari upp úr riðlinum
Mynd: Getty Images
Manchester United tekur á móti Paris St-Germain í Meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00 á Old Trafford.

Manchester United er á toppi H-riðils með 9 stig en PSG og RB Leipzig eru með 6 stig og mikil spenna. Istanbúl Basaksehir er með 3 stig.

Sjá einnig:
Mirror spáir byrjunarliði Man Utd í kvöld svona

Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur reiknað út að United eigi 83% möguleika á því að komst í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

„Búist var við því að H-riðill yrði opnasti riðill og hann hefur reynst það. Þrjú lið eru með að minnsta kosti 40% möguleika á að komast áfram og mögulegt að ekkert sé ákveðið fyrir lokaumferðina," segir Simon Gleave hjá Gracenote.

United er enn líklegast til að komast áfram en möguleikar þeirra eru metnir 83% fyrir leik kvöldsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner