Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 02. desember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bronze gæti hugsað sér að þjálfa England
Lucy Bronze.
Lucy Bronze.
Mynd: Getty Images
Lucy Bronze, ein besta fótboltakona í heimi, gæti vel hugsað sér að þjálfa enska landsliðið í framtíðinni.

Hin 29 ára gamla Bronze, sem leikur með Manchester City, er ekki farin að hugsa um að hætta en hefur metnað fyrir því að gerast þjálfari í framtíðinni.

„Ég hef gaman að því að gefa fólki skipanir og stjórna," sagði Bronze við Talksport 2.

„Ég nýt þess að vera fyrirliði. Vonandi er langt í það að ég byrji að þjálfa, en ég væri til í að þjálfa England einn daginn og vinna titla af hliðarlínunni með Englandi. Það væri frábært."

„Við sjáum í framtíðinni hvar áhuginn liggur."
Athugasemdir
banner
banner