Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 16:00
Elvar Geir Magnússon
Getur ekki beðið eftir að spila fyrir framan stuðningsmenn Liverpool
Diogo Jota.
Diogo Jota.
Mynd: Getty Images
Diogo Jota hefur átt draumabyrjun hjá Liverpool en viðurkennir að eitthvað vanti, hann hefur enn ekki fengið að kynnast hinni frægu leikdagsstemningu á Anfield.

Jota var keyptur frá Úlfunum í sumar og er kominn með ellefu mörk í sautján leikjum fyrir Liverpool. Vegna heimsfaraldursins hafa stuðningsmenn Liverpool enn ekki fengið að sjá nýju stjörnuna með berum augum.

„Mér finnst fótbolti án stuðningsmanna vera furðulegur," segir Jota.

„Þegar þú spilar fyrir lið eins og Liverpool, sem er með eina bestu stuðningsmenn í heimi, þá finnst manni eitthvað vanta. Við ræðum þetta mikið. Ég get ekki beðið eftir því að upplifa alvöru leikdagsstemningu á Anfield."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner