Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 21:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Giroud skoraði fernu - PSG lagði Man Utd
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sex leikjum var rétt í þessu að ljúka í Meistaradeildinni. Með þeim lauk fimmtu umferð riðlakeppninnar.

Sevilla og Chelsea voru örugg með sæti í 16-liða úrslitum en mættust í úrslitaleik í E-riðli um toppsæti riðilsins. Chelsea valtaði yfir Sevilla og var þar Olivier Giroud allt í öllu, skoraði fjögur mörk í 0-4 útisigri. Frakkinn hefur verið aftarlega í goggunarröðinni hjá Chelsea á leiktíðinni en færir sig mögulega framar með þessari frábæru frammistöðu.

Í F-riðli tryggði Dortmund sér sæti í 16-liða úrslitum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Lazio. Lazio mætir Club Brugge í úrslitaleik í lokaumferðinni, Lazio dugir þar jafntefli. Club Brugge vann öruggan 3-0 sigur á Zenit.

Í G-riðli vann Juventus 3-0 sigur á Dynamo Kiev. Federico Chiesa skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni á meðan markahæsti leikmaður í sögu keppninnar, Cristiano Ronaldo, skoraði enn eitt markið. Stephanie Frappard dæmdi leikinn og varð fyrsta konan til að dæma í riðlakeppni Meistaradeildar karla. Barcelona vann 0-3 í Ungverjalandi í hinum leik riðilsins þar sem Martin Braithwaite, Ousmane Dembele og Antoine Griezmann halda áfram að spila vel og skora. Barca er með fimmtán stig og Juventus er með tólf stig í toppsætum riðilsins.

Í H-riðli var mesti hitinn og flestu vafaatriðin eins og lesendur geta séð í fréttum hér á Fótbolti.net. PSG vann 1-3 útisigur á Manchester United á Old Trafford.

Neymar kom PSG yfir áður en Fred fór með höfuðið í Leandro Paredes en slapp með gult spjald. Marcus Rashford jafnaði leikinn á 32. mínútu og staðan 1-1 í hléi. Manchester United byrjaði seinni hálfleikinn mun betur en gestirnir og fengu rauðir tvö góð tækifæri til að komast yfir en það tókst ekki.

Á 69. mínútu skoraði Marquinhos mark þar sem hann daðraði við að vera í rangstöðu þegar boltinn barst til hans, markið dæmt gott og gilt. Mínútu síðar, eftir að Manchester United hóf leikinn að nýju eftir markið, fékk Fred að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt, ansi umdeilanlegur dómur þar sem Fred fór í boltann. Í uppbótartíma tryggði Neymar PSG 1-3 útisigur og er PSG í toppsæti riðilsins. Mikið er undir í lokaumferð riðilsins þar sem RB Leipzig tekur á móti Manchester United og PSG mætir Istanbul Basaksehir. PSG, United og Leipzig eru öll með níu stig.

Úrslitin úr fyrri leikjum kvöldsins:
Sörloth bjargaði Leipzig í ótrúlegum leik - Upamecano í bann

Riðill E:
Sevilla 0 - 4 Chelsea
0-1 Olivier Giroud ('8 )
0-2 Olivier Giroud ('54 )
0-3 Olivier Giroud ('74 )
0-4 Olivier Giroud ('83 , víti)

Riðill F:
Borussia D. 1 - 1 Lazio
1-0 Raphael Guerreiro ('44 )
1-1 Ciro Immobile ('67 , víti)

Club Brugge 3 - 0 Zenit
1-0 Charles De Ketelaere ('33 )
2-0 Hans Vanaken ('58 , víti)
3-0 Noa Lang ('73 )

Riðill G:
Juventus 3 - 0 Dynamo K.
1-0 Federico Chiesa ('21 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('57 )
3-0 Alvaro Morata ('66 )

Ferencvaros 0 - 3 Barcelona
0-1 Antoine Griezmann ('14 )
0-2 Martin Braithwaite ('20 )
0-3 Ousmane Dembele ('28 , víti)

Riðill H:
Manchester Utd 1 - 3 Paris Saint Germain
0-1 Neymar ('6 )
1-1 Marcus Rashford ('32 )
1-2 Marquinhos ('69 )
1-3 Neymar ('90 )
Rautt spjald: Fred, Manchester Utd ('70)

Athugasemdir
banner
banner
banner