Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær stoltur af Haaland
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er stoltur af landa sínum Erling Braut Haaland.

Haaland, sem er tvítugur að aldri, hefur verið funheitur fyrir framan markið með Borussia Dortmund. Meistaradeildin er hans uppáhalds keppni og þar er hann að nálgast Solskjær, sem er markahæsti Norðmaðurinn í keppninni.

Solskjær skoraði 20 mörk í Meistaradeildinni á sínum leikmannaferli en Haaland er kominn með 16 mörk. Solskjær var spurður út í það á blaðamannafundi hvernig honum litist á það að Haaland væri að ná honum.

„Hann mun slá metið og það mjög fljótlega. Strákurinn hefur átt mjög góða byrjun á ferli sínum," sagði Solskjær.

Solskjær vann með Haaland hjá Molde fyrir nokkrum árum síðan. „Það var mjög gott að vinna með honum og ég er stoltur af að hafa lítinn þátt í hans uppgangi."

Haaland verður í eldlínunni í Meistaradeildinni í kvöld þegar Dortmund mætir Schalke. Lærisveinar Solskjær í Man Utd eiga leik gegn PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner