Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 02. desember 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vildi ekki sýna Maradona virðingu - Fengið morðhótanir
Maradona lést í síðustu viku.
Maradona lést í síðustu viku.
Mynd: Getty Images
Spænska fótboltakonan Paula Dapena kveðst hafa fengið morðhótanir eftir að hún neitaði að taka þátt í mínútu þögn til minningar um argentísku goðsögnina Diego Maradona.

Maradona, sem var einn besti fótboltamaður allra tíma, lést í síðustu viku. Hann fékk hjartaáfall á heimili sínu.

Hans hefur verið minnst um allan heim. Á laugardag var haldin mínútu þögn fyrir leik hjá spænska liðinu Viajes Interrias FF til minningar um Maradona. Dapena tók ekki þátt, en hún settist niður og sneri í aðra átt en liðsfélagar hennar.

Hin 24 ára gamla Dapena sagði í samtali við A Diario að hún væri ekki með neina eftirsjá. „Ég er ekki tilbúin að veita ofbeldismanni virðingu með mínútu þögn."

Maradona var árið 2014 sakaður um heimilisofbeldi þegar náðist myndband af honum að rífast við þáverandi kærustu sína. Hann neitaði ásökunum. „Ég tók símann en ég sver til Guðs að ég hef aldrei barið konu," sagði Maradona.

Maradona var ekki ákærður, en Dapena ákvað samt sem áður að veita honum ekki virðingu. Hún segist hafa fengið stuðning, en einnig morðhótanir. Liðsfélagar hennar hafa einnig fengið morðhótanir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner