Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 02. desember 2020 09:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan aftur í sænska landsliðið?
Zlatan er fyrrum fyrirliði sænska liðsins.
Zlatan er fyrrum fyrirliði sænska liðsins.
Mynd: Getty Images
Hinn 39 ára gamli Zlatan Ibrahimovic hefur rætt við Janne Andersson, landsliðsþjálfara Svíþjóðar, um að mögulega endurkomu í sænska landsliðið.

Zlatan og Andersson hafa ekki alltaf náð vel saman, en þeir settust niður á fundi í Mílanó í síðustu viku.

Zlatan hætti að spila með sænska landsliðinu 2016 en hann möguleiki er á að hann leiki aftur í gula búningnum.

„Fundurinn var mjög jákvæður. Við ákváðum að við munum halda áfram að spjalla næstu mánuði," sagði Andersson við Svenskfotboll.se.

Zlatan virðist eldast eins og gott vín. Hann hefur farið á kostum með Milan til þessa á tímabilinu og var á dögunum valinn fótboltamaður ársins í Svíþjóð í tólfta sinn.
Athugasemdir
banner