Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 02. desember 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
HM í dag - Riðlakeppninni lýkur
Granit Xhaka, lykilmaður Svisslendinga.
Granit Xhaka, lykilmaður Svisslendinga.
Mynd: Getty Images
Casemiro skoraði sigurmarkið gegn Sviss.
Casemiro skoraði sigurmarkið gegn Sviss.
Mynd: EPA
Það ræðst í dag hver síðustu liðin sem komast inn í 16-liða úrslit HM verða. Riðlakeppninni lýkur með lokaumferðum G- og H-riðils.

HM: H-riðill
15:00 Suður Kórea - Portúgal
15:00 Gana - Úrúgvæ

HM: G-riðill
19:00 Serbía - Sviss
19:00 Kamerún - Brasilía

Hvað þurfa liðin að gera til að komast í 16-liða úrslit?

H-riðill:

Portúgal er komið í 16-liða úrslitin og mun innsigla sigur í riðlinum ef liðið forðast tap gegn Suður-Kóreu.

Gana er öruggt með að komast áfram ef liðið vinnur Úrúgvæ. Gana kemst áfram með jafntefli ef Suður-Kórea vinnur ekki Portúgal.

Úrúgvæ verður að vinna og treysta á að Suður-Kórea vinni ekki Portúgal. Markatala ræður úrslitum ef Úrúgvæ og Suður-Kórea vinna bæði.

Suður-Kórea verður að vinna Portúgal til að eiga möguleika.

G-riðill:

Brasilía hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum og innsiglar toppsætið ef liðið forðast tap gegn Kamerún.

Sviss er öruggt áfram með sigri gegn Serbíu. Liðið kemst áfram með jafntefli ef Kamerún vinnur ekki Brasilíu. Ef Sviss gerir jafntefli og Kamerún vinnur ræður markatala úrslitum.

Kamerún verður að vinna Brasilíu til að eiga möguleika.

Serbía verður að vinna og treysta á að Brasilía vinni Kamerún. Ef Serbía og Kamerún vinna ræður markatala úrslitum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner