Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 02. desember 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Rafn Markús spáir í Gana - Úrúgvæ
Rafn Markús Vilbergsson.
Rafn Markús Vilbergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Lokaumferð H-riðils verður flautuð á klukkan 15. Suður-Kórea leikur við Portúgal og Gana mætir Úrúgvæ.

Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur Fótbolta.net og yfirmaður fótboltamála hjá Njarðvík, spáir í leik Gana og Úrúgvæ.

Gana er öruggt með að komast áfram ef liðið vinnur Úrúgvæ. Gana kemst áfram með jafntefli ef Suður-Kórea vinnur ekki Portúgal.

Úrúgvæ verður að vinna og treysta á að Suður-Kórea vinni ekki Portúgal. Markatala ræður úrslitum ef Úrúgvæ og Suður-Kórea vinna bæði.

Gana 0 - 2 Úrúgvæ
Sigur- og markalausir Úrúgvæjar verða að vinna Gana til að eiga möguleika á að komast áfram. Skori þeir ekki gegn Gana verða þeir fyrsta Suður-Ameríkuþjóðin til að fara markalaus heim af heimsmeistaramóti síðan árið 1950.

Þrátt fyrir að skoruð hafa verið 10 mörk í tveimur fyrstu leikjum Gana á mótinu má búast við að þeir geri allt til að halda markinu sínu hreinu þar sem jafntefli getur tryggt þeim áfram ef Portúgal heldur áfram á sigurbraut gegn Suður-Kóreu. Með reynslu Luis Suarez og Edinson Cavani og hraða Darwin Nunez má búast við að Úrúgvæ hafi þau gæði sem þarf til að skora gegn slakri vörn Gana.

Úrúgvæ vinnur þennan leik 2-0 og kemst áfram með Portúgal. Spurning hvort Suarez verði ekki aftur hetjan eins og 2010.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner