Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   lau 02. desember 2023 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Osimhen við það að skrifa undir nýjan samning
Mynd: EPA

Victor Osimhen er við það að skrifa undir nýjan samning við Napoli en þetta staðfesti Aurelio De Laurentiis forseti Napoli.


Osimhen var frábær fyrir liðið þegar það stóð uppi sem sigurvegari í ítölsku deildinni á síðustu leiktíð og hefur skorað sex mörk í níu leikjum á þessari leiktíð.

Hann á tæp tvö ár eftir af núgildandi samning en De Laurentiis segir að það sé bara tímaspursmál hvenær hann muni skrifa undir nýjan samning.

Hann var einnig spurður út í samningamál Khvicha Kvaratskhelia

„Hvað hefur hann með þetta að gera, hann á enn fjögur ár eftir, þú vælir alltaf yfir látinni manneskju sem er ekki þarna," sagði De Laurentiis.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner