Tíu leikjum var að ljúka í ensku Championship deildinni í þessu þar sem Íslendingalið Birmingham tapaði á útivelli gegn Watford.
Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson voru í byrjunarliði Birmingham annan leikinn í röð en gátu ekki komið í veg fyrir tap.
Tom Ince, sonur hins fræga Paul Ince, skoraði tvennu í fyrri hálfleik og var staðan 2-0 í leikhlé. Alfons og Willum var báðum skipt út í hálfleik en frammistaða Birmingham skánaði ekki. Ince fullkomnaði þrennuna í síðari hálfleik og urðu lokatölur 3-0.
Birmingham er sjö stigum frá fallsæti eftir tapið, með 31 stig eftir 25 umferðir.
Liðsfélagar Stefáns Teits Þórðarsonar í Preston unnu þá þægilegan sigur gegn botnliði Sheffield Wednesday, en Stefán Teitur var ekki með. Preston North End er í umspilssæti með 40 stig eftir 25 umferðir.
Topplið Coventry gerði jafntefli á útivelli gegn Charlton á meðan Ipswich Town lagði Oxford United að velli til að stökkva uppfyrir Middlesbrough og í annað sætið.
Middlesbrough tapaði á útivelli gegn Derby County.
Stærsti sigurinn kom í Bristol þar sem heimamenn skoruðu fimm mörk gegn Portsmouth og var Sinclair Armstrong atkvæðamestur með tvennu.
Í League One og League Two mættu Íslendingalið Stockport County og Grimsby Town til leiks en Benoný Breki Andrésson og Jason Daði Svanþórsson voru ekki með. Stockport gerði jafntefli við Northampton á meðan Grimsby lagði Fleetwood Town að velli.
Ipswich Town 2 - 1 Oxford United
1-0 Jaden Philogene ('17 )
1-1 Will Lankshear ('34 )
2-1 Chuba Akpom ('40 )
Watford 3 - 0 Birmingham
1-0 Tom Ince ('9 )
2-0 Tom Ince ('38 )
3-0 Tom Ince ('60 )
Preston NE 3 - 0 Sheffield Wed
1-0 Ali McCann ('28 )
2-0 Milutin Osmajic ('61 )
3-0 Lewis Dobbin ('85 )
Bristol City 5 - 0 Portsmouth
1-0 Adam Randell ('11 )
2-0 Anis Mehmeti ('24 )
3-0 Scott Twine ('50 )
4-0 Sinclair Armstrong ('59 )
5-0 Sinclair Armstrong ('90 )
Derby County 1 - 0 Middlesbrough
1-0 Bobby Clark ('70 )
Charlton Athletic 1 - 1 Coventry
0-1 Ellis Simms ('3 )
1-1 Joe Rankin-Costello ('69 )
Hull City 0 - 1 Stoke City
0-1 Robert Bozenik ('39 )
QPR 1 - 2 Norwich
0-1 Josh Sargent ('46 )
1-1 Amadou Mbengue ('90 )
1-2 Jovon Makama ('90 )
Southampton 0 - 0 Millwall
Swansea 1 - 0 West Brom
1-0 Jay Fulton ('74 )
Northampton 0 - 0 Stockport County
Fleetwood 0 - 1 Grimsby
Athugasemdir



