Það fóru fjórir leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur Sky Sports gefið leikmönnum einkunnir eftir mikinn jafnteflisdag.
Öllum leikjunum lauk með jafntefli á fyrsta degi nýs árs þar sem aðeins tvö mörk voru skoruð í heildina. Það kemur því ekki á óvart að þrír af bestu leikmönnum dagsins hafi verið varnarmenn.
James Justin var bestur í markalausu jafntefli hjá nýliðum Leeds United á útivelli gegn Englandsmeisturum Liverpool. Justin fær 8 í einkunn fyrir sinn þátt eins og fjölmargir liðsfélagar sínir.
Hægri kantmaðurinn Jeremie Frimpong var bestur í liði Liverpool enda afar líflegur á vængnum og fær hann 7 í einkunn. Florian Wirtz var lélegastur á Anfield með 5.
Omar Alderete var þá maður leiksins í markalausu jafntefli hjá nýliðum Sunderland gegn stórveldi Manchester City. Alderete fær 9 fyrir sinn þátt alveg eins og liðsfélagi sinn í varnarlínunni Nordi Mukiele. Mukiele var með Erling Haaland í vasanum á Leikvangi ljóssins og fær norska markavélin 6 í -fyrir sitt framlag.
Micky van de Ven var eini leikmaður vallarins sem fékk 8 í einkunn í markalausu jafntefli hjá Tottenham gegn Brentford en liðsfélagar hans Archie Gray, Wilson Odobert og Richarlison áttu slæman dag og fengu 5 frá fréttamanni Sky.
Að lokum var varamaðurinn Tom Cairney bestur í Lundúnaslag. Hann kom inn af bekknum og skoraði jöfnunarmark Fulham á Selhurst Park.
Cairney fær 8 í einkunn en Yeremy Pino kantmaður Crystal Palace var lélegasti leikmaður vallarins og fær 4 í sinn hlut.
Liverpool: Alisson (6), Bradley (6), Robertson (6), Konate (6), Van Dijk (6), Gravenberch (6), Jones (6), Szoboszlai (6), Frimpong (7), Ekitike (6), Wirtz (5).
Varamenn: Kerkez (6), Mac Allister (6), Gakpo (6)
Leeds: Perri (6), Bornauw (7), Bijol (8), Struijk (8), Justin (8), Gruev (7), Stach (8), Ampadu (8), Gudmundsson (8), Aaronson (6), Nmecha (6).
Varamenn: Calvert-Lewin (7), Okafor (7)
Sunderland: Roefs (8), Hume (7), Mukiele (9), Alderete (9), Cirkin (7), Xhaka (8), Geertruida (7), Le Fee (8), Mayenda (7), Adingra (7), Brobbey (7).
Varamenn: Isidor (6), Mundle (6).
Man City: Donnarumma (8), Nunes (7), Dias (7), Ake (7), O’Reilly (6), Nico Gonzalez (6), Bernardo Silva (7), Savinho (6), Foden (6), Cherki (7), Haaland (6).
Varamenn: Rodri (7), Doku (7), Gvardiol (7), Reijnders (6).
Brentford: Kelleher (7); Kayode (7), Collins (7) Ajer (7), Henry (7); Janelt (6), Yarmoliuk (6), Henderson (7); Lewis-Potter (6), Thiago (6), Schade (6).
Tottenham: Vicario (7); Porro (7), Romero (7), Van de Ven (8), Spence (7); Palhinha (6), Bentancur (6); Kudus (5), Gray (5), Odobert (5); Richarlison (5).
Varamaður: Kolo Muani (6)
Crystal Palace: Henderson (7); Clyne (7), Lacroix (7), Guehi (6), Mitchell (6); Lerma (6), Hughes (6), Devenny (5), Wharton (5); Pino (4), Mateta (7)
Varamaður: Canvot (6)
Fulham: Leno (6), Tete (5), Andersen (5), Cuenca (4), Robinson (6), Berge (6), Lukic (6), Smith Rowe (7), Wilson (7), Jimenez (6), Kevin (6)
Varamenn: Castagne (6), Cairney (8)
Athugasemdir




