Troy Deeney, sérfræðingur BBC, hefur valið lið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Það eru 19 umferðir að baki og Arsenal hefur fjögurra stiga forystu eftir 4-1 sigur gegn Aston Villa. Í gær gerði Manchester City aðeins jafntefli gegn Sunderland.
Markvörður: Robin Roefs (Sunderland) - Kaup ársins? Hefur verið algjörlega framúrskarandi í marki Sunderland, þessi 22 ára Hollendingur sem kom frá NEC í sumar. Átti stórgóðan leik gegn City.
Varnarmaður: Trai Hume (Sunderland) - Hefur átt magnað tímabil. Leikmaður sem fleiri ættu að vera að tala um!
Varnarmaður: Jaka Bijol (Leeds) - Slóveninn hefur verið hrikalega öflugur í vörn Leeds. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Liverpool í gær.
Varnarmaður: Nathan Collins (Brentford) - Besti varnarmaður vallarins þegar Brentford gerði markalaust jafntefli gegn Tottenham.
Miðjumaður: Martin Zubimendi (Arsenal) - Skoraði gegn Villa en ástæðan fyrir því að hann er í úrvalsliðunu er hvernig hann stýrir spilinu. Frábær liðsstyrkur fyrir Arsenal.
Miðjumaður: James Garner (Everton) - Spilar þá stöðu sem hann er beðinn um að spila. Mark og stoðsending gegn Nottingham Forest. Fagmaður.
Miðjumaður: Joelinton (Newcastle) - Þvílíkur drifkraftur á miðsvæðinu. Skoraði frábært mark í sigri gegn Burnley.
Miðjumaður: David Brooks (Bournemouth) - Skoraði í 2-2 jafnteflinu gegn Chelsea. Var hiklaust besti maður vallarins.
Sóknarmaður: Yoane Wissa (Newcastle) - Kominn til baka eftir erfið meiðsli og skoraði gegn Burnley. Nú er loksins búið að ræsa vélarnar.
Sóknarmaður: Jarrod Bowen (West Ham) - Skoraði í jafntefli gegn Brighton. Hvar væri West Ham án hans?
Athugasemdir



