Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fös 02. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd hefur mikinn áhuga á Mateta
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að Manchester United hafi mikinn áhuga á að kaupa franska framherjann Jean-Philippe Mateta úr röðum Crystal Palace.

Mateta er aðeins með eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við bikarmeistarana og eru Rauðu djöflarnir að íhuga að gera tilboð í hann næsta sumar.

Frakkinn er lykilmaður í liði Palace undir stjórn Oliver Glasner en mörg lið sýndu honum áhuga síðasta sumar.

Palace hafnaði tilboðum sem hljóðuðu upp á 50 milljónir punda síðasta sumar en gætu verið tilbúnir til að samþykkja samskonar tilboð næsta sumar.

Mateta er 28 ára gamall og er kominn með 10 mörk og 2 stoðsendingar í 29 leikjum það sem af er tímabils. Á síðustu leiktíð skoraði hann 17 sinnum í 46 leikjum og gaf 4 stoðsendingar.

Það er þó ekki í forgangi hjá Man Utd að kaupa Mateta þar sem félagið er í sárri neyð á miðjunni. Talið er að Rauðu djöflarnir ætli að fjárfesta í tveimur nýjum miðjumönnum fyrir byrjunarliðið næsta sumar.

Tottenham, Juventus og AC Milan eru meðal félagsliða sem vildu fá Mateta í sínar raðir í fyrra.
Athugasemdir
banner