Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fim 01. janúar 2026 23:14
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Brentford vildi rautt spjald og Tottenham vítaspyrnu
Mynd: EPA
Brentford og Tottenham gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir tíðindalítinn leik sem einkenndist af mikilli baráttu.

Snemma í síðari hálfleik voru tvö stór atvik sem áttu sér stað með stuttu millibili en Andy Madley dómari flautaði ekki.

Fyrst virtist Cristian Romero brjóta af sér sem aftasti varnarmaður og vildi Keith Andrews þjálfari Brentford sjá dæmda aukaspyrnu og rautt spjald. Romero náði boltanum með skrautlegri skriðtæklingu en hann virtist fara fyrst í Igor Thiago framherja Brentford.

Tottenham geystist í sókn eftir þetta og var Archie Gray að spóla sig inn í vítateiginn þegar Kevin Schade fór utan í hann án þess að snerta boltann. Gray var að reyna að hjóla í gegnum þrjá andstæðinga en ekkert var dæmt þegar hann féll til jarðar.

Brentford and Tottenham foul shout
byu/977x insoccer

Athugasemdir
banner
banner