Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fös 02. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Stórleikur í Manchester
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
20. umferð enska úrvalsdeildartímabilsins fer fram um helgina. Hún hefst í hádeginu á morgun og lýkur snemma á sunnudagskvöldið.

Aston Villa spilar við Nottingham Forest í hádegisleiknum og þarf á sigri að halda til að halda sér í titilbaráttunni eftir skell í miðri viku.

Þar á eftir etja Wolves og West Ham kappi í fallbaráttuslag á sama tíma og Brighton spilar við Burnley í stuðluðum leikjum.

Topplið Arsenal spilar svo síðasta leik morgundagsins þar sem lærlingar Mikel Arteta heimsækja andstæðinga sem reyndust þeim erfiðir á síðustu leiktíð. Bournemouth vann báða deildarleikina gegn Arsenal og því hafa lærlingar Arteta harma að hefna.

Antoine Semenyo verður að öllum líkindum með Bournemouth og gæti þetta verið hans síðasti leikur fyrir félagaskipti til Manchester City. Andoni Iraola og Mikel Arteta þjálfarar liðanna hafa þekkst lengi og eru nánir vinir.

Sunnudagurinn byrjar með hvelli þegar fær Manchester United í heimsókn í nágrannaslag í hádeginu.

Englandsmeistarar Liverpool heimsækja Fulham til London á meðan Everton, Newcastle og Tottenham eiga heimaleiki.

Að lokum eigast Manchester City og Chelsea við í stórleik helgarinnar. Pep Guardiola mætir þar Willy Caballero á hliðarlínunni eftir að Enzo Maresca hætti á nýársdag.

Laugardagur
12:30 Aston Villa - Nott. Forest
15:00 Wolves - West Ham
15:00 Brighton - Burnley
17:30 Bournemouth - Arsenal

Sunnudagur
12:30 Leeds - Man Utd
15:00 Everton - Brentford
15:00 Fulham - Liverpool
15:00 Newcastle - Crystal Palace
15:00 Tottenham - Sunderland
17:30 Man City - Chelsea
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner