Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
banner
   fim 01. janúar 2026 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kristall og Daníel á förum frá Sönderjyske?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sönderjyske er spútnik lið tímabilsins í efstu deild danska boltans og hafa Íslendingarnir Kristall Máni Ingason og Daníel Leó Grétarsson verið í aðalhlutverki hjá félaginu.

Báðir eru þeir orðaðir við félagaskipti frá félaginu þar sem Kristall Máni er orðaður við Bröndby.

Kristall er 23 ára gamall og hefur verið meða allra bestu leikmanna Sönderjyske á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður liðsins og hefur vakið áhuga félaga úr efstu deildum í Belgíu, Hollandi og Þýskalandi.

Hann er þó sterklega orðaður við stórveldi Bröndby sem er í þriðja sæti dönsku deildarinnar með 31 stig eftir 18 umferðir, tveimur stigum fyrir ofan Sönderjyske.

Kristall myndi taka stöðu Noah Nartey í hóp hjá Bröndby en Nartey er orðaður við franska stórveldið Lyon.

Tipsbladet greinir frá þessum áhuga og veltir einnig fyrir sér hvort Daníel Leó gæti verið á förum. Daníel er 30 ára gamall og hefur áður sagt í viðtölum að hann stefni á að spila í sterkari deild heldur en þeirri dönsku áður en atvinnumannaferlinum lýkur.

Daníel hefur verið einn af bestu varnarmönnum dönsku deildarinnar á tímabilinu og hefur verið að spila vel fyrir íslenska landsliðið.

„Mín stefna er sett á að vera ofar en í Danmörku. Ef þú horfir ekki upp á við horfir þú niður á við. Maður er alltaf að reyna horfa upp, það geri ég, ég ætla ekki að vera fela það. Ef ég stend mig vel þá er aldrei að vita hvar maður geti endað," sagði Daníel Leó í viðtali við Fótbolta.net í september.

   28.12.2025 13:26
Kristall Máni meðal þeirra bestu í Danmörku

Athugasemdir
banner
banner