Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
banner
   fim 01. janúar 2026 17:59
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham gæti selt Luis Guilherme
Mynd: West Ham
Portúgölsku meistararnir í liði Sporting CP eru í viðræðum við enska fallbaráttuliðið West Ham United um möguleg félagaskipti fyrir brasilíska kantmanninn Luis Guilherme.

Guilherme er 19 ára gamall og var keyptur til West Ham fyrir einu og hálfu ári síðan. Hamrarnir borguðu um 20 milljónir punda til að kaupa hann úr röðum Palmeiras og hélt brasilíska félagið 20% endursöluákvæði.

Táningurinn stóðst ekki væntingarnar sem gerðar voru til hans hjá West Ham og er Sporting núna í viðræðum við Hamrana um að kaupa Guilherme fyrir 17,5 milljónir punda.

Guilherme er aðeins búinn að koma við sögu í fimm úrvalsdeildarleikjum með West Ham á tímabilinu og er félagið að reyna að krækja í Adama Traoré úr röðum Fulham sem spilar í sömu stöðu.
Athugasemdir
banner
banner