Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fös 02. janúar 2026 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Le Bris: Vorum heppnir á köflum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Régis Le Bris þjálfari Sunderland var kátur eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn stórveldi Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Sunderland spilaði frábæran fyrri hálfleik og var sterkari aðilinn án þess að skapa sér þó mikið af færum, en gestirnir frá Manchester tóku völdin á vellinum í síðari hálfleik. Þeim tókst þó ekki að gera sigurmark gegn nýliðunum sem eru að reynast spútnik lið tímabilsins ásamt Aston Villa.

„Þetta var góð frammistaða gegn mjög sterkum andstæðingum sem eru meðal þeirra allra sterkustu í Evrópu. Það var mikilvægt að verjast vel, við sýndum að við getum bæði varist með háa varnarlínu og lága. Ég er mjög ánægður með baráttuna sem strákarnir sýndu, Man City fékk mikið af færum en við náðum að henda okkur fyrir og koma í veg fyrir mark," sagði þjálfarinn.

Man City fór létt með Sunderland þegar liðin mættust á Etihad leikvanginum í byrjun desember.

„Við erum að verða betri og betri með hverjum leiknum. Í kvöld var mikilvægt að spila vel úr mótpressunni þeirra og það gekk vel. Það var ekki sama sagan þegar við fórum á Etihad fyrir nokkrum vikum, pressan þeirra var óumflýjanleg en við erum augljóslega orðnir betri í dag heldur en við vorum þá. Strákarnir eru að læra betur að spila gegn mótpressunni þeirra. Þetta snýst mjög mikið um reynslu.

„Ég er heppinn með leikmannahópinn hérna. Strákarnir eru flestir óreyndir en þeir eru með ótrúlegan metnað. Ef þú ert ekki með nægan metnað þá kemstu ekki langt í þessari deild."


Sunderland er óvænt í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 19 umferðir. Liðið er eitt af aðeins tveimur liðum deildarinnar sem hefur ekki tapað heimaleik það sem af er tímabils. Hitt liðið er topplið Arsenal.

„Ég er stoltur af strákunum og þá sérstaklega eftir frammistöðuna í dag. Ég viðurkenni að við vorum heppnir á köflum en strákarnir sýndu baráttu og hugrekki. Við fengum meira að segja tækifæri til að skora sem við nýttum ekki. Við erum mjög ánægðir með þetta stig.

„Við gerðum Man City erfitt fyrir og sýndum að við getum veitt hvaða andstæðingum sem er samkeppni. Við eigum bara eftir að verða betri með tímanum."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner