Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
banner
   fös 02. janúar 2026 11:00
Elvar Geir Magnússon
Mikið í gangi á skrifstofu West Ham
Pablo með knöttinn.
Pablo með knöttinn.
Mynd: EPA
West Ham situr í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni en forráðamenn félagsins telja að rétta megi gengi liðsins við með réttum styrkingum í janúarglugganum.

Félagið er að bæta við sóknarleikmönnunum Taty Castellanos frá Lazio á Ítalíu og Pablo Felipe frá Gil Vicente í Portúgal.

West Ham skoðaði að gera tilboð í Jörgen Strand Larsen hjá Wolves en hætti við þar sem félagið taldi að 40 milljóna punda verðmiðinn væri of hár.

Pablo, sem er 21 árs brasilískur sóknarmaður, kemur fyrir 18,3 milljónir punda sem gæti hækkað um 2,6 milljónir eftir ákvæðum. Umboðsmaður hans er Jorge Mendes, sami umboðsmaður og er með Nuno Espiritio Santo stjóra West Ham.

West Ham er einnig að vinna í því að fá Adama Traore frá Fulham en samningur hans rennur út eftir tímabilið. Þá reyndi félagið að fá Raheem Sterling lánaðan frá Chelsea en leikmaðurinn hafnaði þeim möguleika og mun líklega ganga í raðir Fulham.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner