Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fös 02. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin um helgina - Útsláttarkeppnin fer af stað
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Útsláttarkeppni Afríkukeppninnar hefst á morgun, laugardag, þegar fótboltaþjóð Senegal mætir til leiks gegn stríðshrjáðum andstæðingum frá Súdan.

Búist er við þægilegum sigri Senegal sem er með nokkrar stjörnur úr fótboltaheiminum innanborðs. Súdan fór upp úr riðlinum sínum án þess að skora mark, liðið vann 1-0 gegn Gabon þökk sé sjálfsmarki og tryggði sér þannig þátttöku í útsláttarkeppninni.

Eftir að viðureign Senegal gegn Súdan lýkur mætast Malí og Túnis í afar spennandi slag þar sem ekkert verður gefið eftir.

Heimamenn í Marokkó mæta svo til leiks á sunnudaginn gegn Tansaníu. Þar er búist við þægilegum sigri hjá Marokkó.

Suður-Afríka og Kamerún eigast að lokum í seinni leik sunnudagsins og ríkir mikil eftirvænting. Þetta er jafnframt stórleikur helgarinnar í Afríkukeppninni.

Kamerún er sögulega mikil fótboltaþjóð en Suður-Afríka hefur verið að gera frábæra hluti að undanförnu.

Laugardagur
16:00 Senegal - Súdan
19:00 Malí - Túnis

Sunnudagur
16:00 Marokkó - Tansanía
19:00 Suður-Afríka - Kamerún
Athugasemdir
banner
banner