Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   fim 01. janúar 2026 12:15
Ívan Guðjón Baldursson
Súdan upp úr riðli án þess að skora mark
Mynd úr tapleik Súdan gegn Alsír í riðlakeppninni.
Mynd úr tapleik Súdan gegn Alsír í riðlakeppninni.
Mynd: EPA
Stríðshrjáð Afríkuþjóð Súdan mun vera með í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar sem fer fram í Marokkó um þessar mundir.

Súdan komst upp úr E-riðli með 3 stig úr jafn mörgum umferðum, án þess að skora eitt einasta mark.

Eini sigurleikur Súdan kom gegn Miðbaugs-Gíneu, en þar var það Saúl Coco varnarmaður Torino sem skoraði eina mark leiksins í eigið net.

Hinir tveir leikirnir töpuðust gegn Alsír og Búrkína Fasó, sem fara einnig upp úr riðlinum.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem landslið kemst upp úr riðli í Afríkukeppninni án þess að skora mark.

Súdan mætir fótboltaþjóð Senegal í 16-liða úrslitum og getur búist við gífurlega erfiðum leik.
Athugasemdir
banner
banner