Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   fim 01. janúar 2026 12:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Talinn langlíklegastur til að taka við Chelsea
Rosenior.
Rosenior.
Mynd: EPA
De Zerbi er líka á lista.
De Zerbi er líka á lista.
Mynd: EPA
Enzo Maresca hætti í dag sem stjóri Chelsea eftir eitt og hálft ár í starfi hjá félaginu. Gengi liðsins hefur verið ansi dapurt að undanförnu og það var súrt á milli ítalska stjórans og stjórnendateymis Chelsea.

Liam Rosenior er samkvæmt veðbönkum talinn langlíklegasti kosturinn til að taka við starfinu. Rosenior er 41 árs Englendingur sem stýrir Strasbourg sem er eins konar systurfélag Chelsea. Rosenior hefur gert eftirtektarverða hluti með franska liðið sem spilaði gegn Breiðabliki í Sambandsdeildinni fyrr í þessum mánuði.

Rosenior lék á sínum tíma með Fulham, Reading, Hull, Ipswich og Brighton og yngri landsliðum Englands. Hann var stjóri Hull áður en hann flutti sig yfir til Strasbourg.

Næsti leikur Chelsea er gegn Manchester City á sunnudag.

Næstu menn á eftir
Andoni Iraola (Bournemouth), Cesc Fabregas (Como), Oliver Glasner (Crystal Palace), Roberto De Zerbi (Marseille) og Xavi (fyrrum leikmaður og stjóri Barcelona) eru einnig ofarlega á lista veðbanka. Þeir Frank Lampard (Coventry), Marco Silva (Fulham), Sebastian Hoeness (Stuttgart), Unai Emery (Aston Villa), Antonio Conte (Napoli) eru einnig á meðal tíu líklegustu á eftir Rosenior.
Athugasemdir
banner
banner