Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley hefur staðfest að miðjumaðurinn Josh Cullen sleit krossband á dögunum og þarf að fara í aðgerð.
Cullen þurfti að koma af velli í upphafi síðari hálfleiks í markalausu jafntefli gegn Everton um síðustu helgi.
Cullen er 29 ára gamall fyrirliði Burnley og er þetta því mikill skellur fyrir félagið. Hann er auk þess lykilmaður í írska landsliðinu og því er þetta mikið áfall fyrir Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara.
Cullen mun missa af umspilsleikjum Íra og ef samlandar hans komast á lokamótið er ljóst að fyrirliðinn mun ekki fara með. Hann verður frá keppni fram til næsta hausts hið minnsta.
Írland er í undankeppni með Tékklandi, Danmörku og Norður-Makedóníu en aðeins ein af þessum fjórum þjóðum kemst á lokamótið.
Cullen á 47 landsleiki að baki fyrir Írland og hefur verið fastamaður í byrjunarliðinu undir stjórn Heimis.
Josh Cullen sustained an anterior cruciate ligament injury in Saturday’s Premier League fixture against Everton.
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) December 30, 2025
Scans on Monday confirmed Cullen sustained an ACL injury and he will undergo surgery.
We wish Josh all the best for a successful and speedy recovery ????
Athugasemdir


