Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
banner
   fim 01. janúar 2026 14:07
Ívan Guðjón Baldursson
Helgi Guðjónsson íþróttakarl ársins hjá Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. hélt sitt árlega áramótakaffi fyrir nokkrum dögum þar sem íþróttafólk ársins hjá félaginu var valið.

Bæði í karla- og kvennaflokki var það fótboltafólk sem hreppti verðlaunin.

Í kvennaflokki var Bergdís Sveinsdóttir valin íþróttakona ársins en hún er aðeins 20 ára gömul.

Bergdís var í lykilhlutverki er Víkingur átti gott tímabil og endaði við hlið stórveldis Vals á stöðutöflunni í Bestu deildinni, í 5.-6. sæti.

Bergdís skoraði 11 mörk í 24 leikjum í deild og bikar á síðasta ári. Hún var valin besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar af Morgunblaðinu og spilaði tvo landsleiki fyrir U23 lið Íslands þrátt fyrir ungan aldur.

Í karlaflokki er það Helgi Guðjónsson sem hreppir nafnbótina íþróttakarl ársins.

Helgi er magnaður fótboltamaður sem spilaði stöðu framherja þar til það uppgötvaðist að hann er ansi öflugur bakvörður. Helgi var færður í vinstri bakvarðarstöðuna og stóð sig gífurlega vel.

Helgi stóð sig svo vel að hann var valinn besti bakvörður Bestu deildarinnar í sérfræðingavali Fótbolta.net.

Hann skoraði 8 mörk og lagði upp 7 í 26 leikjum í deild og bikar sem er magnaður árangur fyrir vinstri bakvörð. Hann er einn af sex Víkingum sem voru valdir í draumalið ársins í Bestu deildinni.

Víkingur varð Íslandsmeistari í karlaflokki í fyrra og hefur Helgi unnið mikið af titlum með meistaraflokki frá félagaskiptum úr röðum Fram fyrir um sex árum síðan.


Athugasemdir
banner
banner