Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. febrúar 2023 11:40
Elvar Geir Magnússon
Ferguson fúll yfir því að hafa ekki fengið traustið hjá Everton
Ancelotti og Ferguson.
Ancelotti og Ferguson.
Mynd: Getty Images
Goodison Park.
Goodison Park.
Mynd: Getty Images
Duncan Ferguson telur að Everton hafi gert mistök með því að gefa sér ekki traustið. Hann tók tvisvar við liðinu til bráðabirgða en horft var framhjá honum áður en Frank Lampard var ráðinn í janúar í fyrra.

„Everton er félag sem verður alltaf hluti af mér. En mér fannst ég eiga það skilið að fá tækifæri til að stýra liðinu út tímabilið. Ég sagði það frá degi eitt og það er enn mín trú," segir Ferguson sem var aðstoðarstjóri hjá Everton.

„Á endanum ákvað félagið að taka aðra ákvörðun og ég óska þeim alls hins besta."

Ferguson var aftur orðaður við Everton nýlega þegar Lampard var rekinn en Sean Dyche var ráðinn í starfið.

„Ég tel mig hafa öðlast gríðarlega reynslu og ferilskrá mín er betri en hjá nokkrum öðrum sem er að taka að sér sitt fyrsta starf sem stjóri. Ég segi það án þess að hika."

„Ég hef verið aðstoðarmaður tveggja stjóra sem hafa unnið Meistaradeildina, manna sem hafa verið landsliðsþjálfarar Belgíu, Hollands, aðalþjálfarar Barcelona og Real Madrid. Ég kláraði öll mín þjálfararéttindi fyrir tíu árum, hef unnið í gegnum akademíuna og tekið þátt í að þróa marga unga leikmenn. Ég stytti mér aldrei leið heldur hef unnið mig upp. Ég er áfram að gera það."

Ferguson tók nýlega við Forest Green Rovers sem er í botnsæti ensku C-deildarinnar.

Einn af þeim sem Ferguson var aðstoðarmaður hjá er Carlo Ancelotti, sem nú stýrir Real Madrid. Ancelotti er einn sá sigursælasti í bransanum og þeir tveir halda góðu sambandi.

„Ég heimsótti hann til Spánar. Ég sá allar æfingarnar mínar á æfingasvæðinu hjá Real Madrid. Ég hef lært mikið af Carlo Ancelotti, hann er besti stjóri heims. Hann hefur unnið fjóra Meistaradeildartitla."
Athugasemdir
banner
banner