Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. febrúar 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Gott fyrir Man Utd að Varane sé hættur með Frakklandi
Raphael Varane.
Raphael Varane.
Mynd: Getty Images
Þau óvæntu tíðindi bárust í gær að Raphael Varane, hinn 29 ára gamli miðvörður Manchester United, hefði ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna og hætta að spila fyrir Frakkland.

Varane er sagður finna fyrir líkamlegri og andlegri þreytu og vill eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir Varane ekki hafa leitað ráða hjá sér áður en ákvörðunin var tekin.

„Ég tel að þetta séu góðar fréttir fyrir United. Það er magnað hvað hann hefur afrekað með þjóð sinni, hann á skilið að fá mikla virðingu. Ég er ánægður með að hann lætur allan sinn kraft og reynslu í okkar lið," segir Ten Hag.

Varane vann HM með Frökkum 2018 og fór með liðinu í úrslitaleikinn í Katar, þar sem Argentína vann sigur.

„Hann lét mig vita af þessari ákvörðun sinni. Ég ræddi hana ekkert við hann. Rapha er reyndur og leikmaður á þessum aldri tekur sjálfur svona ákvarðanir. Ég get ekki annað en vottað virðingu fyrir þann magnaða feril sem hann hefur átt og það er meira framundan," segir Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner