Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. mars 2021 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grikkland: Sverrir í undanúrslit - Höfðu betur í Íslendingaslag
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var Íslendingaslagur í gríska bikarnum í dag þar sem Lamia og PAOK áttust við.

Íslendingarnir í liðunum byrjuðu þennan leik báðir; Theódór Elmar hjá Lamia og Sverrir Ingi hjá PAOK.

PAOK var sigurstranlegri aðilinn fyrir leikinn og þeir komust yfir á 14. mínútu leiksins. PAOK hefði getað tvöfaldað forystu sína fyrir leikhlé en þeir brenndu af vítaspyrnu.

Lamia tókst að jafna metin á 52. mínútu og það reyndist síðasta markið í leiknum, lokatölur 1-1.

Theódór Elmar var tekinn af velli þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma en Sverrir spilaði allan leikinn í vörn PAOK að venju.

Þetta var leikur í 8-liða úrslitum bikarsins og um var að ræða tveggja leikja einvígi. Þetta var seinni leikurinn en PAOK vann fyrri leikinn 5-2 og er því komið í undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner