Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 03. mars 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Hvernig ætlar Newcastle að skora?
Newcastle hefur verið í vandræðum með að skapa marktækifæri á tímabilinu og núna eru Callum Wilson, Miguel Almirón og Allan Saint-Maximin allir á meiðslalistanum. Næstu vikur gætu reynst erfiðar fyrir liðið.

Þessir þrír leikmenn hafa skorað 59% af mörkum liðsins á tímabilinu og átt 60% af stoðsendingunum.

Nú þarf Steve Bruce að setja saman lið úr hópi þar sem Jeff Hendrick er markahæstur með tvö mörk og Joelinton stoðsendingahæstur, hann hefur lagt upp tvö mörk.

Meiðslin hefðu ekki getað komið á verri tíma. Síðustu þrír leikir Newcastle fyrir landsleikjahlé eru fallbaráttuslagir gegn West Brom og Brighton og svo heimaleikur gegn óstöðugu liði Aston Villa.

Þarna eru tækifæri til að ná í mikilvæg stig en Newcastle er nú aðeins þremur stigum fyrir ofan Fulham sem er í fallsæti.

Þremenningarnir á meiðslalistanum eru algjörir lykilmenn. Vinnusemi og hraði Almirón gefur liðinu mikið, án hans er vinningshlutfall liðsin 25% en með hann 32,3%.

Saint-Maximin kemur með mikla ógn en af 18 sigrum sem Newcastle hefur unnið síðan í upphafi síðasta tímabils hafa 14 komið í þeim 35 leikjum sem Saint-Maximin hefur byrjað. Wilson hefur skorað tíu mörk í 21 úrvalsdeildarleik á tímabilinu.

Newcastle þarf að endurheimta sóknartríóið sitt sem fyrst ef liðið ætlar að forðast fall.

Fjallað var vel um Newcastle í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn hér á Fótbolta.net í vikunni
Enski boltinn - Everton, Newcastle og vondir stórleikir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner