Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. mars 2021 22:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Þakka Henderson að við fengum stig
Mynd: Getty Images
„Þetta eru vonbrigði," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir að liðið gerði sitt þriðja markalausa jafntefli í röð í kvöld.

Man Utd sótti Crystal Palace heim í ensku úrvalsdeildinni og fann engan veginn taktinn.

„Það vantaði eitthvað upp á hjá okkur, Palace gerir þér alltaf erfitt fyrir. Í seinni hálfleiknum náðum við okkur ekki á strik."

„Stundum nærðu ekki að sýna þitt besta og við gerðum það ekki í kvöld. Þetta er búið að vera langt tímabil en ég er ekki að kenna því um því allir hafa átt langt tímabil."

„Við gáfum boltann of mikið frá okkur. Það komu augnablik í fyrri hálfleiknum þar sem bjuggum til pressu og ágætis tækifæri, en gáfum svo boltann frá okkur."

Dean Henderson fékk tækifæri í markinu og hann bjargaði Man Utd undir lokin með flottri vörslu. „Þetta er Manchester United markvörður, hans leikur fer vaxandi. Ég þakka honum fyrir að við fengum stig."

David de Gea var frá af persónulegum ástæðum í kvöld og því fékk Henderson tækifærið. Hann nýtti það vel.

Næsti deildarleikur Man Utd er gegn toppliði Manchester City á útivelli. City er með 14 stiga forystu á United. „Við förum inn í hvern einasta leik með það hugarfar að við þurfum að vinna og við ætlum að vinna. Við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Við erum að berjast um topp fjóra og allir leikir eru mikilvægir."
Athugasemdir
banner
banner
banner